Velkomin í Krakkasmiðjuna!

Í framtíðinni munum við bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára.
Fyrsta námskeiðið okkar heitir Ævintýrasmiðjan, en sú smiðja er skapandi spuna- og sögunámskeið fyrir íslensk börn í Berlín, á aldrinum 6–10 ára.
Á námskeiðinu fá börn tækifæri til að skapa sínar eigin sögur í gegnum hreyfingu, teikningar og leikrænan spuna.
Námskeiðið hvetur börn til að kanna sköpunarkraft sinn í skemmtilegu og styðjandi umhverfi, þar sem ímyndunaraflið fær að ráða ferðinni og sjálfstraust eflist.
Komdu og taktu þátt í ógleymanlegri upplifun!

ÆVINTÝRASMIÐJAN 2026
Ævintýrasmiðjan hentar öllum börnum á aldrinum 6–10 ára.
Á fyrsta námskeiðinu okkar er engin aldurskipting.
Allir fá að taka þátt á sínum forsendum.
Á námskeiðinu fá krakkarnir m.a. að:
-
leika sér og fá útrás í gegnum hreyfingu
-
efla sköpunargleðina í gegnum teikningar
-
skapa eigin sögupersónur og ævintýraheim
-
leika senur og prófa hugmyndir sínar í verki
Í lok námskeiðsins fær hvert barn rafbók sem inniheldur heildar ævintýrið sem öll börnin hafa tekið þátt í að skapa með eigin hugmyndum og teikningum.
Ævintýrasmiðjan er því fullkomin fyrir öll börn sem hafa gaman af leik, sögum, myndsköpun og ímyndunarafli, óháð aldri innan þessa aldursbils.

Fyrirhugað er að fyrsta Námskeið hefjist í lok janúar 2026.
Um verður að ræða 6 vikna námskeið, 1 x í viku, á laugardögum kl. 11-12
Fylgist með nánari upplýsingum hér á þessari síðu!
Við látum vita með góðum fyrirvara
-
hvenær fyrsta námskeið hefst
-
hvar námskeiðið verður haldið
-
hvað það mun kosta
-
ásamt öllum öðrum gagnlegum upplýsingum!
